top of page

Samtökin felast í því jafna út lífsnauðsynjar milli búsetu fólks.

Á ráðstefnunni verður fjallað um jöfn réttindi fyrir búsetu fólks. Mig langar að reyna að vinna í því að fólk sem býr við erfiðar aðstæður fái það sama og fólk sem býr við einfaldari aðstæður.


Ráðstefnan mín mun fjalla um búsetu fólks og stéttir í kringum það. Hversu erfitt eða létt er að lifa, og halda áfram í lífinu. Það fer eftir hverfum og landshluta hverjir eiga erfitt og hverjir ekki.

Samtökin

Samtökin felast í því jafna út lífsnauðsynjar milli búsetu fólks, þar á meðal skólaganga, valmöguleikar, heilsa og fleira.


Nafnið á samtökunum er Jöfnun búsetu, það kom upp sem hugmynd þegar ég var að hanna lógó til að sjá hvernig lokaútkoma lógósins myndi líta út, ég endaði á að nota þetta nafn því það var skiljanlegt og fallegt.

logo_radstefna.jpg

Ráðstefnan

Ráðstefnan mín mun fjalla um búsetu fólks og stéttir í kringum það. Hversu erfitt eða létt er að lifa, og halda áfram í lífinu. Það fer eftir hverfum og landshluta hverjir eiga erfitt og hverjir ekki.

 

Ekki er ætlað að tala bara um stéttir og búsetu, heldur einnig fólk sem er búsett í öðrum landshlutum. Stundum er erfitt að eiga heima annars staðar en á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis ef eitthvað kemur upp á þá þarftu að keyra langa vegalengd til áfangastaðar svo sem spítala.

 

Bæði áhrif stéttar og búsetu hefur mikið að gera með heilsu fólks, bæði andlega og líkamlega.
 

Lita- og leturval

Það sem ég valdi Broadway letrið í fyrirsögn þá passaði vel að setja Montserrat letrið með því. Bæði letrin eru auðvitað teygð á einhvern hátt vegna þess að ég setti textan/nafnið í Create outlines og expandaði hann líka.

 

Tveir pantone litir og einn svartur úr CMYK voru notaðir í lógóið.


Dökkbrúnn sem liggur í öfugum þríhyrning í miðju hússins kallast Pantone 412 C.
Ljósbrúnn sem eru fimm mismunandi stærðir af þríhyrningum, sem mynda til húsið í kringum dökkbrúna litinn kallast Pantone 438 C.

 

Asset 12.png

Styrktaraðilar

Styrktaraðilar ráðstefnunnar eru Alþingi og Byggðastofnun. 


Ég valdi Alþingi sem styrktaraðili vegna fólks sem vinnur fyrir Alþingi. Alþingi ræður miklu t.d. hvernig og hvar koma vegir, og geta gert mikið í því hvernig lífsnauðsynjar eru til staðar fyrir alla landsbúa.


Ég valdi Byggðastofnun sem annar styrktaraðili vegna hlutverks Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu.


Kennimerki styrktaraðilana eiga og munu vera á öllum gripum ráðstefnunnar.

Asset 1.png
byggdastofnun_cmyk_appelsinugult.jpg

Brandbók

Ég gerði einfalda brandbók með lógóinu. Ég setti inn allskyns tæknilegar útfærslur af lógóinu inn í brandbókina.


Brandbókin inniheldur þrjár útgáfur af litasamsetningu lógói, svo sem Pantone, CMYK og RGB.

Einnig eru þrjár aðrar tæknilegar útfærslur og þau eru einn litur, rasti og negatívt.


Brandbókin inniheldur einnig þrjár útgáfur af skölun, þær eru skalaðar á langri hlið svo sem 100mm, 50mm og 20mm.

Dagblaðaauglýsing

Það átti að búa til 80 dálksentimetra dagblaðsauglýsingu fyrir ráðstefnuna. Auglýsingin var unnin fyrir CMYK prentun og ekki var höfð blæðing né skurðarmerki á gripnum.

Staðinn fyrir blæðingu og skurðamerki þá setti ég ramma fyrir utan skjalið með engan lit að miðju og stroke í svartan sem er 0,25 mm á breidd. Stærðin sem ég reiknaði út og valdi var 203 mm á breidd og 200 mm á hæð.

Skjáauglýsing

Fyrir skjáauglýsingu þá valdi ég að gera billboard. Upplýsingarnar um billboard og buzz auglýsingu segir til um að við eigum að nota stærra skiltið fyrir billboard. Stærðin á psd skjalinu er 1000 pixlar x 652 pixlar, svo er auðvitað skjalið 72 ppi upplausn.

Dreifibréf

Stærðin á skjalinu er 210mm á breidd og 100mm á hæð. Upplýsingar og grafík er báðum megin skjalsins, þá framan og aftan.

Upplýsingar um ráðstefnuna og lógó samtakanna er á fremri síðu skjalsins, einnig með mynd sem er skorin niður eins og hús, myndin er af húsi og er með þannig samræmt útlit með myndina og útlitið á myndarammanum.

Dagskrá

Dagskráin er afhent í hendur fólksins sem er mætt á ráðstefnuna, það fólk sem skráðu sig. Aðeins fólk sem er búið að skrá sig og fara á ráðstefnuna fá í hendur dagskránna til upplýsingar.

 

Allir aðrir gripir eru með brot af upplýsingum, miðað við upplýsingarnar sem innihalda í dagskránni. Það er talað ýtarlega um samtökin og ráðstefnuna og hverjir styrktaraðilar eru, einnig er lýsingar af fyrirlesurum og fyrirlestrum sem verða haldin á báðum deginum 1. maí og 2. maí.

Mappa

Mappa

Mappan geymdi öll ráðstefnugögn, það var gefið út möppuna á ráðstefnunni.

 

Mappan var unninn með stansateikningu sem fylgdi verkefninu. Stansateikning er unninn í Pantone-litnum 021 eða „strikun“ sem við settum inn á skólatölvurnar snemma á önninni, þessir litir sem við settum inn kölluðust „tæknilitir“.

Barmmerki

Barmmerkin voru unnin fyrir CMYK prentun. Stærð barmmerkja eru 105mm á breidd og 74,25mm á hæð. Átta barmmerki eiga vera prentuð saman á A4 blað án milliskurðar og mun þurfa að setja inn merkingar fyrir rifgötun milli merkja í „strikun“. 


Huga þarf sérstaklega að hönnun með tilliti til þess að barmmerkin liggja saman og ekki er skorið utan af þeim, heldur eru þau rifgötuð, því verða þeir þættir sem blæða að ganga yfir merkin sem skarast.


Ég prentaði út tvær útgáfur af barmmerki, með og án nafns.


Heildarútlit gripsins er í samræmi við aðra gripi á ráðstefnunni.

Aukahlutir

Aukahlutir voru búnir til í 42 Framtíðarstofunni á Skólavörðuholti.

 

Ég tók með mér frá heima andlitsgrímu og fékk tösku frá skólanum til að hitapressa kennimerkið á. Ég fékk að nota laserskerarann og gerði lyklakippu úr viðarefni.

Matseðill

Þetta er hátíðarmatur svo stærð og lögun eru að taka við af því. Matseðillinn setur tóninn í heildarútliti salarins sem tengjast á þema ráðstefnunnar.

 

Allar síður eru blæðandi. Unnið var fyrir CMYK prentun og það var notað einn Pantone 4715 C. Tillaga að texta fylgdi verk­efninu á Innu, ég notaði tilbúin texta.

Askja

askja(KE)).jpg

Askjan er spilastokkur og er notað undir spil.

 

Askjan var með svipað heildarútlit og restin af verkefninum.

rÁÐSTEFNUAPP

App var unnið í Adobe XD og var prototype og var með svipað heildarútlit

mockup_app_QRkodi(KE).png
Qrkodi_ke.png

Ráðstefnuverkefni

Samtökin

Jöfnun Búsetu

Ráðstefnan
Lita- og leturval
Styrktaraðilar
Brandbók
Dagblaðaauglýsing
Skjáauglýsing
Dreifibréf
Dagskrá
Mappa
Barmmerki
Aukahlutir
Matseðill
Askja
Ráðstefnuapp
bottom of page